Þolinmæði - Friður - Breytingar

Nakinn maður hangir á hvolfi í tré. Værð er yfir honum og tréð virðist styðja vel við hann. Lauf vaxa í kringum munnvikinn, sem bendir til þess að hann sé í þagnarbindindi. Orð geta ekki fyllilega lýst því sem hann er að upplifa. Hangandi maður táknar djúpa og andlega upplifun. Ein öflugasta andlega vígslan sem við getum upplifað kemur til okkar aðeins þegar við sjáum okkur fært að fara í uppgjöf og afsölu stjórnunar. Að afsala væntingum, stjórnun og kröfur okkar til æðri valds. Stórkostlegur hluti af mannlegu ferðalagi okkar stýrist af þörf fyrir viðurkenningu og athygli, status eða völd en raunverulegt frelsi fæst aðeins þegar við vöknum upp fyrir því hvernig við erum öll eitt og hið sama hjarta sem slær í takt. Að lenda á þessu spili þýðir að mögulega sértu tilbúin/n fyrir slíka vígslu, en einhver þörf er á þolinmæði þar sem tákn þessa spils er fyrst og fremst þolinmæði og biðtími.