Flæði milli heima - Töfrar - Sköpun - Jafnvægi - Samhljómur - Friður

Fjórtánda trompspilið táknar enda lok annarrar seríu, sem eru sjö spil hvor. Fyrsta serían endaði með vagninum sem táknar myndun sterks sjálfs sem getur borið sig vel í heiminum. Seinni serían táknaði innra ferðalag undir leiðsögn einfarans sem leiddi sálina í gegnum meiri innsýn og skýrleika með örlagahjólinu og réttlætisspilinu þar til algjör afsala sýndi sig í handandi manninum og dauðanum. Nú er þessu þroskastigi lokið og opnast hefur fyrir flæði, þar sem við erum ekki lengur ókunnug veraldlega heiminum né heldur innri tilvist okkar og getum flætt í jafnvægi á milli þess innra og þess ytra. Klassíska nafnið á þessu spili er frá latneska orðinu temperare sem þýðir að blanda saman andstæða hluti.

Að finna þetta frábæra og heilandi spil í fórum sér er afar jákvætt merk og gæti vel þýtt að þú sért að ganga inní afar gróðrasamt verkefni. Biðinni er lokið og þú gætir upplifað að þú sért í stöðu til að stuðla að jafnvægi andstæðra einstaklinga eða krafta. Innblástur og sátt flæðir til þín og lefyðu því innra og ytra, karllæga og kvenlæga að blandast vel svo þitt skapandi sjálf komist í fullt flæði.