Hamingja - Sátt - Orka - Undrun - Frelsi - Bjartsýni

Á bjarta sólarspili tarotstokksins skýn sólin brosandi á nakið barn á hestbaki. Barnið er áhyggjulaust og hefur ekkert að fela. Það leiftrar af sakleysi, og jú, sjálfsánægju yfir árangri sjálfrar sín. Fæðing sólarinnar, sólrisa, ljós, hlýja og orka – eru þeir eiginleikar sem vakna með manni við skoðun spil sólarinnar enda gjarnan táknrænt fyrir sigur, próflok, nýja gráðu, góða heilsu eða velgengni í viðskiptum og verslun.

Stjarnan og Sólin haldast vel í hendur og tákna í raun ekkert nema góðæri og bæði sakleysi, árangur og hamingju. Það eru afar fáar myndir af börnum í tarotspilunum og margir eru þeirrar skoðunar þetta barn sé táknrænt fyrir barn eða börn þess sem spyr. Það bendir því oft til þungunar eða barneigna. Sólin getur einnig táknar hamingjuríkt hjónaband.