Susie Levache frá Kent í Bretlandi er vinsæl á Instagram og sérhæfir sig í að endurbæta heimili fyrir sem minnstan kostnað með því að endurnýta alls kyns hluti sem finnast á heimilinu. Tólf ára dóttir hennar, Bea, kvartaði mikið í útgöngubanni vegna COVID-19 því henni leiddist svo. Því ákvað móðir hennar að biðja hana um hjálp við ýmis verkefni á heimili fjölskyldunnar.

Bea er mjög nákvæm.

„Til að kenna henni lexíu bað ég hana um að mæla vegg fyrir mig sem ég ætlaði að panelklæða. Ég sýndi henni hvernig ætti að nota vinnubekk og handsög og áður en ég vissi af var hún búin að panelklæða vegginn í skrifstofunni minni,“ segir Susie í viðtali við Bored Panda.

Panelklæðning í bígerð.
Flottur panell.

Fyrr en varði hafði Bea hafist handa við ýmis verkefni í húsinu og umbreytti til að mynda eldhúsi fjölskyldunnar.

Susie gerði dóttur sinni ljóst að hún hefði nægan tíma til að leika sér í þessu stóra verkefni og því ætti hún að vera óhrædd við að prófa ýmislegt. Þetta hjálpaði Beu mikið og jók sjálfstraust hennar í þessu verkefni.

Eldhúsið fyrir breytingar.
Eldhúsið eftir breytingar.

Þar sem útgöngubann var í gildi í Bretlandi á þessum tíma var ekki hlaupið að því að fara út í búð að kaupa hitt og þetta. Því notaði Bea það sem hún fann á heimilinu. Hún eyddi alls fimmtán til tuttugu þúsund krónum í endurbæturnar, sem standa enn yfir en næsta verkefni Beu er að umbreyta herbergi bróður síns.

Hægt er að fylgjast með verkefninu á Instagram en hér fyrir neðan eru myndir af þeim herbergjum sem mæðgurnar hafa umbreytt á tímum COVID-19.