Loksins, loksins er fjórða sería af The Crown komin á Netflix, en margir hafa beðið eftir þessari þáttaröð með mikilli eftirvæntingu. Í þessari fjórðu seríu fá áhorfendur innsýn í samband Díönu Spencer og Karls prins, en eins og flestir muna lést Díana í bílslysi í París árið 1997, aðeins 36 ára gömul.

Díana var elskuð um heim allan og kemur það vel fram í The Crown hve æstir fjölmiðlar voru í að ná af henni myndum. Hér fyrir neðan eru nokkrar staðreyndir um Díönu sem lesendur Fréttanetsins vissu hugsanlega ekki.

Skilnaður foreldranna

Foreldrar Díönu, Frances Shand Kydd og Edward John Spencer, skildu þegar Díana var sjö ára gömul. Samband foreldranna var stormasamt og einkenndist af framhjáhaldi og ofbeldi. Við tók hatrömm forræðisdeila sem endaði með því að Díana bjó hjá föður sínum.

Aðstoðarkona drottningarmóðurinnar

Amma hennar í móðurætt, Ruth Roche, var aðstoðarkona drottningarmóðurinnar. Hún var einnig góð vinkona Elísabetar Bretadrottningar og skipulagði margar veislur fyrir hana.

Ballerínudraumar

Díönu dreymdi um að verða ballerína þegar hún var ung en þeir draumar rættust ekki því hún varð of hávaxin fyrri listgreinina. Díana var 1,78 sentímetrar að hæð.

Arfaslakur námsmaður

Díana hætti í skóla þegar hún var sextán ára enda arfaslakur námsmaður að eigin sögn. Hún skráði sig síðar í fágunarskóla í Sviss en var þar aðeins í eina önn því hún kynntist Karli prins og hætti.

Barnapía og kennari

Díana vann við ýmislegt áður en hún kynntist Karli og varð prinsessan af Wales. Hún var meðal annars barnapía, kennari, leikskólakennari og ræstitæknir.

Samrýndar systur

Þegar að Díana kynntist Karli var hann í sambandi með eldri systur hennar, Söruh. Þá var Díana sextán ára en Karl að nálgast þrítug. Þetta var árið 1977 en fórum árum síðar voru þau Díana og Karl trúlofuð.

Hittust sjaldan

Karl og Díana hittust aðeins tólf sinnum áður en þau gengu í það heilaga en þau ku hafa einnig talað nokkuð í símann saman.

Brúðkaup aldarinnar

Karl og Díana gengu í það heilaga árið 1981. Talið er að brúðarkjóll hennar hafi kostað 115 þúsund dollara, sem væri hátt í fimmtíu milljónir króna að núvirði. Slóðinn var tæplega átta metra langur og kjóllinn var skreyttur tíu þúsund perlum.

Barátta við þunglyndi og lotugræðgi

Í bókinni Diana: Her True Story eftir Andrew Morton opnar Díana sig up baráttu sína við þunglyndi og lotugræðgi í kjölfar erfiðleika í hjónabandinu og álags frá fjölmiðlum.

Þakkaði ávallt fyrir sig

Díana skrifaði þakkarbréf til hvers sem sendi henni gjöf. Talið er að hún hafi skrifað þúsundir þakkarbréfa eftir að Vilhjálmur prins kom í heiminn en sum þessara bréfa hafa verið boðin upp fyrir fúlgur fjár.

ABBA í uppáhaldi

Díana elskaði sænsku poppsveitina ABBA, en hjónin Vilhjálmur prins og Katrín, hertogynjan af Cambridge, heiðruðu Díönu í brúðkaupi sínu árið 2011 með því að spila ABBA lög í veislunni.

Díana bleika

Uppáhaldslitur Díönu var bleikur og hún sást oft í bleikum flíkum.