2 ráð til að skera lauk án þess að gráta
Laukur er æði en táraflóðið er það ekki.


Það er fátt leiðinlegra en að finna augun fyllast af tárum þegar laukur er skorinn. Hér fyrir neðan eru hins vegar tvö ráð til að skera lauk og á sama tíma forðast táraflóðið.
Hnífurinn
Best er að nota vel beittan hníf til að skera lauk. Bitlaus hnífur leiðir af sér verri skurð sem losar meira gas úr læðingi sem lætur okkur svíða í augum. Skurðurinn er fallegri með beittum hníf og þá er þetta vandamál úr sögunni.
Pappírsþurrka
Gott er einnig að væta pappírsþurrku og hafa hana um hálsinn á meðan maður sker lauk. Pappírsþurrkan nær að klófesta gasið úr lauknum áður en það nær til vitanna.