8 hlutir sem þú vissir ekki um M&M
Merkileg saga hjá gómsætu nammi.


Súkkulaði sælgætispillurnar M&M eru vinsælar um víða veröld og til í ýmsum tegundum. Sagan á bak við þetta vinsæla nammi er áhugaverð en hér eru átta staðreyndir um M&M sem þú vissir hugsanlega ekki.
Tóku höndum saman
Forrest Mars, sonur Forrest Mars, stofnanda Mars, tók höndum saman við Bruce Murrie, son William Murrie, forstjóra Hershey‘s. Saman fengu þeir hugmyndina að því að setja harða skel utan um Hershey‘s súkkulaði og þannig fæddist M&M. M&M stendur fyrir Mars og Murrie.
Hermdu eftir Smarties
Smarties var sett á markað árið 1937 vegna þess hve erfitt var að borða súkkulaði í sumarhitanum. Það var hins vegar lítið mál þegar það var húðað með harðri skel. Mars fannst þetta frábær hugmynd og því var M&M þróað.

Sent til hermanna
M&M var upprunalega selt í hólkum því þá var auðvelt að flytja hólkana til hermanna í seinni heimsstyrjöldinni. Árið 1948 reyndist ódýrara að pakka M&M í poka og því var það gert, og er gert enn þann dag í dag.
M-ið fræga
Það var ekki fyrr en árið 1949 sem byrjað var að stimpla M á pillurnar.
Misstu af gullnu tækifæri
Leikstjórinn Steven Spielberg vildi nota M&M í kvikyndinni sinni, E.T. sem kom út árið 1982. Mars leyfði það ekki því forsvarsmenn fyrirtækisins héldu að myndin myndi bíða afhroð í kvikmyndahúsum. Reese‘s Pieces-nammið var notað í staðinn í myndinni og jókst sala á sælgætinu gríðarlega fyrstu mánuðina eftir frumsýningu E.T., enda ein af vinsælustu kvikmyndum sögunnar.
Mikil framleiðsla
Aðalverksmiðja M&M er í New Jersey í Bandaríkjunum. Á hefðbundnum vinnudegi eru framleiddar tveir milljarðar M&M sælgætispilla.

Hneturnar mæta til leiks
Hnetu M&M kom ekki á markað fyrr en árið 1954.
Dúlludúskarnir
Teiknimyndafígúrurnar sem túlka hvern lit í M&M pokanum komu ekki fram á sjónarsviðið fyrr en árið 1972 og hjálpuðu mikið til í allri markaðssetningu á namminu.

You must be logged in to post a comment.