Svefn er afskaplega mikilvægur og margir sem glíma við svefnörðugleika tímabundið eða til lengri tíma. Þeir sem glíma við tímabundin svefnvandamála gætu prófað að breyta aðeins mataræði sínu og athuga hvort það virkar.

Vefsíðan Healthline hefur tekið saman lista yfir níu matvæli sem tryggja betri nætursvefn ef þau eru borðuð sem síðasta máltíð fyrir svefn.

1. Möndlur

Möndlur hafa marga kosti. Þær eru stútfulltar af næringarefnum en regluleg neysla á þeim hefur verið tengd við minni hættu á krónískum sjúkdómum, svo sem sykursýki 2 og hjartasjúkdómum, einkun vegna þess að þær innihalda holla fitu, trefjar og andoxunarefni. Því hefur verið haldið fram að möndlur geti bætt svefn vegna þess að þær innihalda hormónið melatónín sem kemur lagi á svefninn. Möndlur innihalda einnig magnesíum sem getur bætt svefngæði og dregið úr bólgum í líkamanum sem og dregið úr styrk streituhormónsins kortisól.

2. Kalkúnn

Kalkúnakjöt er mjög próteinríkt, en prótein styrkir vöðva og minnkar matarlyst. Kalkúnakjöt inniheldur einnig nokkur vítamín og steinefni, svo sem ríbóflavín og fosfór. Þá inniheldur kalkúnakjöt amínósýruna tryptófan, sem eykur framleiðslu fyrrnefnds melatóníns.

3. Kamillute

Oft er því fleygt fram í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum að einn bolli af kamillute rói taugarnar og tryggi góðan nætursvefn. Það er mikið til í því. Þær innihalda andoxunarefni sem dregur úr bólgum sem leiða oft til krónískra sjúkdóma, svo sem krabbameins og hjartasjúkdóma. Þá er einnig talið að neysla á kamillutei styrki ónæmiskerfið, dragi úr kvíða og þunglyndi og bæti svefngæði. Það er því um að gera að prófa að drekka kamillute rétt fyrir svefninn.

4. Kíví

Í kíví eru fáar hitaeiningar en ávöxturinn er hins vegar mjög næringarríkur. Eitt kíví er stútfullt af C vítamíni og K vítamíni, sem og fólati og kalíum. Neysla á kíví getur haft góð áhrif á meltinguna, dregið úr bólgum og lækkað kólestóról vegna þess hve mikið af trefjum og andoxunarefnum er í ávextinum. Einnig er talið að kíví sé eitt það besta sem hægt er að borða fyrir svefninn.

5. Súr kirsuberjasafi

Í þessum safa er magnesíum og fosfór, sem og kalíum. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrif safans á svefn, og kemur það ávallt vel út að drekka eins og eitt glas af safanum fyrir svefninn, einna helst vegna þess að í safanum er mikið magn af melatóníni.

6. Feitur fiskur

Feitur fiskur, svo sem lax, túnfiskur silungur og makríll, er mjög hollur vegna magns af D vítamíni í honum. Þá inniheldur hann einnig mimkið af Omega-3 fitusýrum sem draga úr bólgum og vernda líkamann gegn hjartasjúkdómum og bæta heilbrigði heilans. Þessi blanda af D vítamíni og fitusýrum bætir svefngæði þar sem blandan eykur framleiðslu serótóníns. Með því að borða nokkur grömm af feitum fiski fyrir svefninn gætirðu sofnað hraðar og náð betri djúpsvefni.

7. Valhnetur

Í valhnetum eru 19 vítamín og steinefni, sem og mikið af trefjum. Í valhnetum er einnig mikið af magnesíum, fosfóri, mangan og kopar. Í valhnetum er holl fita sem getur lækkað kólestóról og þannig verndað hjartað. Í valhnetum er mikið af melatónín og því er mælt með að borða þær fyrir svefninn til að bæta svefngæðin.

8. Ástríðublómste

Hér er á ferð annað jurtate sem getur bætt svefngæði, sér í lagi vegna þess að það er stútfullt af andoxunarefnum sem minnka bólgur, bæta ónæmiskerfið og draga úr áhættu á hjartasjúkdómum. Þá er einnig talið að teið geti dregið úr kvíða því það inniheldur andoxunarefnið apigenin sem hefur róandi áhrif á viss svæði í heilanum. Þá er nokkuð sem sannar að teið auki framleiðslu á heilaefninu gamma amínóbutyric sýru (GABA). Hlutverk GABA er að halda aftur af heilaefnum sem auka stress.

9. Hvít hrísgrjón

Þó hvít hrísgrjón séu ekki jafn næringarrík og þau brúnu þá innihalda þau samt sem áður nokkur vítamín og steinefni. Hvít hrísgrjón skora hátt á sykurstuðlinum, en sá stuðull mælir hve hratt matur eykur blóðsykurinn. Sumir halda því fram að neysla á matvælum sem skora hátt á þessum stuðli um klukkutíma fyrir svefn geti bætt svefngæði.