Það er dásamlegt að finna uppskriftir að kvöldmat sem eru einfaldar og fljótlegar. Þessi uppskrift er í sérstöku uppáhaldi hjá mér en hana fann ég á bloggsíðunni Pip and Ebby.

Njótið!

Bakað tortellini

Hráefni:

450 g tortellini með ostafyllingu
700 ml marinara pastasósa
1 bolli rifinn ostur
1/4 bolli steinselja, söxuð
115 g ferskur mozzarella ostur, skorinn í sneiðar

Aðferð:

Hitið ofninn í 175°C og smyrjið eldfast mót. Eldið tortellini í 3 mínútur. Hellið vatninu af og skolið. Blandið pastanu saman við sósuna, rifna ostinn og steinselju. Hrærið varlega saman. Hellið blöndunni í eldfasta mótið og raðið mozzarella sneiðum ofan á, og jafnvel meira af steinselju. Bakið í 30 mínútur og berið strax fram.