Það er löngu liðin tíð að það megi bara borða fisk á mánudögum! Ég fann þessa uppskrift að fullkomnum helgarfiski á bloggsíðunni Diethood og gef honum mín bestu meðmæli.

Hvítlaukslax

Hráefni:

4 laxaflök
4-6 bollar brokkolí
4 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
6 msk. smjör, brætt
1 msk. ljós púðursykur
1/2 tsk. þurrkað óreganó
1/2 tsk. þurrkað timjan
1/2 tsk. þurrkað rósmarín
salt og pipar
1 sítróna
fersk steinselja, til að skreyta með

Aðferð:

Hitið ofninn í 200°C. Smyrjið ofnplötu með olíu eða smjöri. Raðið brokkolíi og laxi á pönnuna. Nuddið hvítlauknum á hvert flak. Blandið smjöri, púðursykri, óreganó, timjan og rósmarín saman í lítilli skál. Hellið blöndunni yfir laxinn og brokkolíið. Skerið sítrónu í tvennt og kreistið safa úr öðrum helmingnum yfir allt saman og saltið síðan og piprið. Eldið í 15 mínútur. Takið úr ofninum og skreytið með steinselju. Berið fram með sítrónubátum.