Leikarinn Brad Pitt hefur fundið ástina í örmum þýsku fyrirsætunnar Nicole Poturalski. Þetta staðfestir tímaritið Us Weekly.

Us Weekly birtir mynd af nýja parinu, en myndin er sögð er vera frá Le Bourget flugvellinum, rétt fyrir utan París í Frakklandi. Myndin var tekin þann 26. ágúst en á henni sjást Pitt og Poturalski koma úr einkaþotu á leið sinni í glæsihýsi leikarans í Suður-Frakklandi.

Pitt stendur nú í skilnaðardeilu við leikkonuna Angelinu Jolie, en þau skildu að borði og sæng í september árið 2016 eftir tveggja ára hjónaband. Þó Jolie og Pitt séu bæði tæknilega einhleyp deilir þau á um forræði yfir börnunum þeirra sex; Maddox, 19 ára, Pax, 16 ára, Zahara, 15 ára, Shiloh, 14 ára og tvíburunum Knox og Vivienne, 12 ára. Jolie og Pitt felldu saman hugi á tökustað myndarinnar Mr. & Mrs. Smith frá árinu 2005 og byrjuðu opinberlega saman þegar að fyrrverandi eiginkona Pitt, Jennifer Aniston, hafði farið fram á skilnað, sem var í apríl árið 2005.

Pitt og Jolie.

Nokkur aldursmunur er á Pitt og nýju kærustunni. Leikarinn verður 57 ára í desember en fyrirsætan er 27 ára.

Áður en Pitt byrjaði með Poturalski voru uppi háværar sögusagnir að hann væri að deita skartgripahönnuðinn Sat Hari Khalsa og leikkonuna Alia Shawkat.

Poturalski hefur átt góðu gengi að fagna í fyrirsætubransanum og er á samning hjá þremur umboðsskrifstofum, A Management, Official Models og NEXT Models. Í bransanum gengur hún undir nafninu Nico Mary og hefur prýtt forsíður Harper’s Bazaar Germany og Elle Germany.