Lyndsey Gynane, 42ja ára kona frá Halewood í Liverpool á Englandi, er orðin afar vinsæl á Instagram eftir að hún keypti frekar hrörlegt raðhús og gerði það upp.

Algjör snillingur þessi kona.

Gynane keypti húsið ásamt maka sínum á tæpa 31 milljón króna en nú er virði þess áætlað tæp 51 milljón króna.

Engan skal undra af hverju virði hússins hefur aukist svona mikið eftir endurbæturnar því Gynane tók húsið í gegn frá A til Ö. Nú er það nútímalegt, hlýlegt og stílhreint, eins og sést á meðfylgjandi myndum.

Gjörbreyting.

Gynane keypti húsið með maka sínum í apríl árið 2018 og hófust þau strax handa við að breyta því og bæta.

Kofinn í garðinum gerir gæfumuninn.

„Við höfum aldrei ráðist í endurbætur fyrr. Þetta var okkar fyrsta skipti en við höfðu sýn og vissum að við gætum gert eitthvað meira úr þessu húsi en þriggja svefnherbergja raðhús. Fólk sér það á Instagram og heldur að húsið sé hálfrar milljóna punda virði, en það er það ekki. Þetta er bara þriggja svefnherbergja raðhús í Liverpool,“ segir Gynane í samtali við blaðið Liverpool Echo.

Baðherbergið.

„Þetta sýnir bara hve mikið maður getur gert ef maður ákveður eitthvað.“

Þvílík breyting.

Gynane réð iðnaðarmenn í vinnu fyrir stóru framkvæmdirnar, eins og að rífa niður veggi og umbreyta pallinum og afturhlið hússins. Annað gerði hún sjálf, til dæmis alla innanhússhönnun.

Bakhliðin er gjörbreytt.

Gynane byrjaði á því að endurhanna framhlið hússins og skipti út gamaldsklæðningu fyrir hvíta. Þá lét hún einnig setja viðarhurð á húsið.

Stofan tekin í nefið.

Að vinnan eru grár og hvítur aðalliturinn. Þá lét Gynane fjarlægja gamlan arinn í stofunni og skipti honum út fyrir rafmagnsarinn.

Stórglæsilegur pallur.

Baðherbergið var einnig tekið í gegn og veggurinn rifinn sem aðskildi salernið og baðkarið. Það gerir baðherbergið mun stærra og bjartara.

Stærsta breytingin er án efa bakgarðurinn sem er í einu orði sagt stórkostlegur.

Hér fyrir neðan má sjá fleiri myndir af endurbótunum: