Brjálæðislega góð berjabomba
Reyndu að standast þessa!


Sumarið er tíminn til að baka úr berjum! Hér er mjög einföld uppskrift að einstaklega fljótlegri köku sem allir ættu að geta töfrað fram á fallegum sumardegi. Þessi bomba er mjög fersk en líka dísæt og dásamleg.
Berjabomba
Hráefni – Berjablanda:
6 bollar blönduð ber (fersk eða frosin)
1/4 bolli sykur
1/4 bolli hveiti
1/4 tsk kanill
safi úr 1/2 sítrónu
Hráefni – Mulningur:
1 bolli haframjöl
1 bolli hveiti
1/2 bolli púðursykur
1/2 bolli sykur
1/4 tsk kanill
smá salt
115 g smjör
Leiðbeiningar
Berjablanda:
Hitið ofninn í 180°C og smyrjið meðalstórt eldfast mót. Blandið öllum hráefnunum varlega saman og setjið í mótið.
Mulningur:
Blandið haframjöli, hveiti, púðursykri, sykri, kanil og salti vel saman. Brytjið smjörið út í og vinnið það saman við þurrefnin þar til blandan líkist grófu mjöli. Dreifið mulninginum yfir berjablönduna og bakið í um eina klukkustund. Kælið í um það bil korter áður en þið berið berjabombuna fram. Ekki sakar að bjóða upp á hana með vanilluís eða þeyttum rjóma.
You must be logged in to post a comment.