Hér er skyndileið að geggjuðum Tikka Masala rétt sem passar fullkomlega með hrísgrjónum og naan brauði, en þessi uppskrift er nóg til að fæða fjóra.

Tikka Masala – flýtileiðin

Hráefni:

1 msk. kókosolía
1 meðalstór laukur, saxaður
1 stór hvítlauksgeiri, smátt saxaður
1 msk. garam masala krydd
1 tsk. þurrkað kóríander
1 tsk. broddkúmen
1 tsk. þurrkað engifer
450 g kjúklingur, skorinn í bita
1 dós kókosmjólk
1 msk tómatpúrra
1 dós maukaðir tómatar
1 bolli frosnar baunir
kóríander
læmsafi
salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

Bræðið kókosolíu í stórri pönnu. Steikið laukinn yfir meðalhita í um 3 mínútur. Bætið hvítlauk saman við og snöggsteikið í 30 sekúndur. Ýtið lauk og hvítlauk í einn enda pönnunnar og setjið óeldaða kjúklinginn í miðjuna. Eldið í 4 til 5 mínútur á einni hlið, snúið og eldið í 4 til 5 mínútur til viðbótar. Bætið kryddi og salti saman við og hrærið öllu vel saman. Eldið í um 1 mínútu. Bætið síðan kókosmjólk, tómötum og tómatpúrru saman við og hrærið. Náið upp suðu, lækkið hitann og látið malla í 10 mínútur. Hrærið baunum saman við og látið malla í 1 til 2 mínútur til viðbótar. Saltið og piprið eftir þörfum og berið fram með kóríander og læmsafa.