„Fýlan í Kára er orðin þreyttari en Ross og Rachel on a break“
Óvæntasta frétt vikunnar blæs lífi í Twitter-samfélagið.


Það kom mörgum í opna skjöldu þegar að Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, tilkynnti það í gær að fyrirtækið myndi hætta að skima fyrir kórónuveirunni, eins og það hefur gert síðustu mánuði.
Í opnu bréf sem birtist á Vísi í gær sakaði Kári Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra og Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra meðal annars um virðingarleysi.
Þessar vendingar hafa blásið lífi í brandarasamfélagið á Twitter. Fréttanetið tók saman nokkur vel valin tíst.
Kári er bara maður:
Kári er bara maður. En maður sem sýnir okkur reglulega hversu seinvirk og heimsk stjórnvöld eru.
— Stefán Máni (@Stefan_Mani_) July 7, 2020
Tengi:
þegar mamma neyðir mig með sér í kringluna að máta nýjan sumarjakka pic.twitter.com/4sAr4MPQYI
— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) July 6, 2020
Þetta væri skemmtilegur leikur:
— Fréttirnar (@frettirnar) July 6, 2020
Einar Bárðar slær á létta strengi:
Gmsinn minn er batterís laus .. ef verða einhverjar sviptingar í stóra skimunarmálinu hjá Kára í nótt þá megið hringja í mig í heima símann. 5886622
— Einar Bardar (@Einarbardar) July 6, 2020
Örskýring:
Gamall kall missir þolinmæðina og hættir að taka á móti fólki úr flugvél með skrítnum pinna. https://t.co/KEUwl15P2r
— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) July 6, 2020
Stór orð:
Fýlan í Kára er orðin þreyttari en Ross & Rachel on a break. Það þarf að slútta þessu seasoni pronto.
— Fanney Birna (@fanneybj) July 6, 2020
Umdeilt tíst:
Ég þakka Kára fyrir góða sýnikennslu í mögulegum hættum sem fylgja aðkomu einkageirans að lífsnauðsynlegri heilbrigðisþjónustu.
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) July 6, 2020
Hvort er það?
Er Kári on eða off?
— Helgi Seljan Jóhannsson (@helgiseljan) July 6, 2020
Góð vísun:
Stjórnvöld hafa tvo valkosti.
Gera þetta sjálf og helst segja okkur hvernig þau ætla að fara að þessu fyrir vikulok. Eða mæta (aftur) fyrir utan hjá Kára: pic.twitter.com/7EAblos6k1
— Atli Fannar (@atlifannar) July 6, 2020
Landsátak:
Eitt af því sem maður hefur lært um Kára Stefánsson er að þegar hann pirrast og hættir við eitthvað þá er besti sjénsinn að sýna ást til baka. Legg til að við tökum öll þátt. Ég skal byrja: Kári er klárlega einn af fimm bestu körfuboltamönnum landsins 70 ára og eldri #nuddumKára
— Árni Helgason (@arnih) July 6, 2020
Býður sig einhver fram?
Hver ætlar að taka að sér að opna vefsíðuna:
Er Kári Stefánsson kominn í fýlu? punktur is.— S. Mikael Jónsson (@S_Mikael_J) July 6, 2020