Hinn belgíski Kenny Deuss eignaðist dóttur með kærustu sinni fyrir tæpum tveimur árum. Er þetta fyrsta barn parsins, en sökum uppátækjasemi Deuss hefur barnið nú öðlast heimsfrægð.

Deuss og kærasta hans hafa ávallt notað húmor mikið í samskiptum og á því var engin breyting þegar að litla hnátan fæddist.

Það féll í verkahring Deuss að hugsa um litla barnið yfir daginn og þá vandi kærastan sig á það að senda skilaboð og spyrja hvort væri í lagi með hnátuna. Með hjálp Photoshop og ímyndunaraflsins svaraði Deuss með spaugilegri mynd af barninu og hefur gert það allar götur síðan þegar að kærastan spyr hvort allt sé í lagi heima fyrir.

Deuss ákvað að opna Instagram-reikning með myndunum og er nú með tæplega þrjátíu þúsund fylgjendur.

Hér fyrir neðan má sjá brot af því besta sem Deuss hefur sent til kærustu sinnar á þessum tæpu tveimur árum: