Ég rakst á þessa æðislegu uppskrift á bloggsíðunni Recipe Tin Eats að morgunmat sem fyllir mann svo sannarlega fyrir daginn.

Um er að ræða mjög einfalda uppskrift sem sameinar allt það sem morgunmatur þarf að bera og er ágætis tilbreyting frá hefðbundnu eggjabrauði.

Egg í brauði

Hráefni:

4 stór rúnstykki eða brauðbollur
Skinkusneiðar
4 egg
1/2 bolli rifinn ostur
1 msk steinselja, söxuð

Aðferð:

Hitið ofninn í 180°C og skerið toppana af brauðstykkjunum. Skafið brauðið úr, en úr því er til dæmis hægt að búa til brauðteninga eða brauðrasp. Hyljið botn og hliðar brauðskálarinnar með skinkusneiðunum. Setjið 1 egg ofan í hverja brauðskál. Skiptið ostinum á milli og skreytið með steinselju. Setjið toppana aftur á brauðbollurnar, vefjið bollunum inn í álpappír og bakið í 15 til 25 mínútur. Berið strax fram og njótið.