Meinhollar vöfflur – Ekkert hveiti, enginn sykur, engar mjólkurvörur
Svakalega góðar og dúnmjúkar!


Ég prófaði einu sinni að borða eftir paleo matarræðinu og uppgötvaði heilan heim af nýju kruðeríi!
Ég elska fátt meira en að baka vöfflur. Og þessar vöfflur eru svakalega góðar og alveg hreint dúnmjúkar! Þær innihalda engar mjólkurvörur, ekkert hveiti og engan sykur – allt í anda paleo matarræðisins.
Frábærar vöfflur sem eru líka meinhollar!
Dúnmjúkar Paleo-vöfflur
Hráefni:
2/3 bolli kasjúhnetusmjör
2 egg
1/2 banani (maukaður)
1/4 tsk vanilludropar
1/2 msk bráðin kókosolía
1/3 bolli möndlumjólk
1 msk kókoshveiti
1/2 tsk matarsódi
1 tsk kanill
1/4 tsk sjávarsalt
Aðferð:
Blandið smjöri, eggjum, banana, vanilludropum, olíu og mjólk vel saman. Blandið hveiti, matarsóda, kanil og salti vel saman við. Bakið vöfflurnar í vöfflujárni og berið fram með ferskum ávöxtum, agave-sírópi og jafnvel smá kókosrjóma. ATH – það er ekki verra að blanda nokkrum ferskum bláberjum út í deigið, rúmlega hálfum bolla, áður en vöfflurnar eru bakaðar.
You must be logged in to post a comment.