Ljósmyndarinn Renate van Lith hlaut nýlega titilinn fæðingarljósmyndari ársins 2020 í keppninni Birth Photographer International Image Competition (BPIIC).

Renate byrjaði að mynda fyrir fimm árum, fyrst í frístundum en fljótt varð ljósmyndun hennar aðalstarf. Ekki leið á löngu áður en hún sérhæfði sig í fæðingarljósmyndun, en hún hefur verið viðstödd fjölmargar fæðingar.

Renate myndar um tvær fæðingar á mánuði og það hefur komið fyrir að hún hefur þurft að vera viðstödd fæðingu sem hefur tekið meira en sólarhring. Þá er lítið um svefn og mikið um bið, en útkoman eru óviðjafnanlegar myndir sem fanga lífskraftinn á filmu.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir eftir Renate, en fleiri myndir má sjá á heimasíðu hennar og á Instagram.