Svona er lífið á gjörgæsludeild Landspítalans: „Vertu heima fyrir okkur“
Sjáðu myndirnar.


Mikið mæðir á heilbrigðisstarfsfólki á tímum heimsfaraldurs kórónuveiru, en nú liggja 24 á sjúkrahúsi smitaðir af COVID-19. Síðustu daga hefur mikill fjöldi fólks smitast í faraldrinum og búist er við því að fleiri leggist inn á spítala á næstu dögum.
Landspítalinn birtir magnaðar myndir á Facebook-síðu sinni þar sem almenningur getur fengið innsýn í lífið á gjörgæsludeild spítalans.
„Gjörgæsludeildir Landspítala eru á tveimur stöðum, annars vegar í Fossvogi og hins vegar við Hringbraut. Þær sinna báðar hefðbundinni gjörgæslumeðferð og vöknun eftir aðgerðir, rannsóknir, svæfingar og deyfingar. Nokkur sérhæfing er milli þeira í samræmi við skiptingu sérgreina. COVID-sjúklingum er í augnablikinu einvörðungu sinnt í Fossvogi,“ stendur í færslunni og bætt við:
„Að gefnu tilefni rifjum við upp mynd síðan í vor með einföldum skilaboðum út í samfélagið:
VIÐ ERUM HÉR FYRIR ÞIG
VERTU HEIMA FYRIR OKKUR.“
Myndirnar má sjá í færslunni hér fyrir neðan:
INNSÝN // COVID-19-VIÐBRAGÐIÐ Á GJÖRGÆSLUDEILD LANDSPÍTALA Í FOSSVOGI
Þriðja bylgjan í heimsfaraldri COVID-19 hér á…Posted by Landspítali on Friday, October 9, 2020
Hér má síðan sjá upplýsingar um COVID-19 á Íslandi: