Það getur verið guðs gjöf að þjóta í búðina og kaupa frosna pítsu þegar að ímyndunaraflið í eldamennsku er af skornum skammti. Frosnar pítsur eru jafn mismunandi og þær eru margar og því miður eru sumar hverjar frekar óspennandi.

Það er hins vegar lítið mál að gera frosna pítsu girnilegri og bragðbetri með þessum einföldu leiðum.

1. Pítsasteinn til bjargar

Einfaldasta leiðin til að gera frosna pítsu betri er að baka hana á pítsasteini, sem ansi margir eiga í búrskápnum. Ef að veðrið er gott er tilvalið að kveikja á grillinu og grilla pítsuna á pítsasteini á grillinu. Skorpan verður stökk og dásamleg!

2. Góður hiti

Stilltu ofninn í hæstu hæðir til að reyna að herma eftir alvöru pítsuofni. Bakaðu pítsuna í 5 til 8 mínútur í steypujárnspönnu eða grillpönnu því þá verður skorpan dásamleg og minnir pítsan um margt á veitingastaðapítsu… eða svona næstum því.

3. Gatapítsa

Ef þú átt ekki pítsustein eða steypujárnspönnu þá er þjóðráð að stinga nokkur göt í botninn á pítsunni til að hleypa lofti út á meðan hún bakast í ofninum. Þá verður botninn stökkur.

4. Eeeeegg

Taktu pítsuna úr ofninum þegar baksturstíminn er hálfnaður og brjóttu eitt egg ofan á hana miðja. Settu pítsuna aftur inn í ofn og kláraðu baksturstímann. Þá ertu komin með æðislegt egg á toppinum og eggjarauðan umlykur pítsuna.

5. Bættu við áleggi

Þa er hægt að umbreyta frosna pítsu með því að bæta við áleggið. Hentu einhverju sterku á pítsuna eins og jalapeno, eða einhverju sætu eins og ananas. Leiktu þér með hráefnin sem þú átt í eldhúsinu og færðu pítsuna upp á næsta stig.

6. Ferskleiki

Ef þú átt ferskar kryddjurtir þá er um að gera að strá þeim yfir pítsuna svo þær skemmist ekki. Smá ólífuolía yfir pítsuna áður en hún fer inn í ofn og skorpan verður guðdómleg.

7. Liggur allt í ostinum

Það er ekkert leyndarmál að ostur er af skornum skammti á frosnum pítsum. Týndu til ost sem þú átt í ísskápnum, hvort sem það er parmesan, rjómaostur eða hefðbundinn, rifinn ostur. Bættu í ostinn og frosna pítsan verður geggjuð.