Alþjóðlegt samfélag ljósmyndara sem sérhæfa sig í að mynda fæðingar kemur saman á vefsíðunni Birth Becomes Her. Á hverju ári er blásið til keppni um bestu myndirnar tengdar fæðingu á síðunni og eru myndirnar hver annarri áhrifameiri.

Keppnin fer þannig fram að forsvarsmenn Birth Becomes Her bjóða ljósmyndurum víðs vegar að um heiminn að senda inn mynd tengda fæðingu. Dómnefnd fer síðan yfir allar myndir og velur þær bestu.

„Við vitum að ringulreið ríkir í heiminum vegna COVID-19 en við trúum því einnig að við þurfum á áhugaverðum myndum og sögum að halda, meira en nokkru sinni fyrr,“ stendur í fréttatilkynningu frá Birth Becomes Her vegna keppninnar.

„Við fengum myndir frá hæfileikaríkum fæðingarljósmyndurum alls staðar að úr heiminum og okkur finnst bestu myndirnar í ár sýna styrk, ást, hugrekki og manngæsku.“

Hér fyrir neðan má sjá tíu efstu myndirnar í keppninni, en á heimasíðu Birth Becomes Her er hægt að skoða allar myndirnar sem sendar voru inn í keppnina.

Mynd – Hannah-Palamara:

Mynd – Kayla Reeder:

Mynd – Elenter Deborah:

Mynd – Stephanie Entin:

Mynd – Alexandria Mooney:

Mynd – Dana Jacobs:

Mynd – Tinette Turton:

Mynd – Sophia Williams:

Mynd – Robin Weir:

Mynd – Katie Torres: