Laukur er mjög hollur og er notaður í ýmsar uppskriftir. Í einum meðalstórum lauk eru um 44 hitaeiningar, engin fita, lítð af kolvetnum, 160 milligrömm af kalíum og 25 milligrömm af kalki.

Laukur er afar góður fyrir heilsuna eins og tekið er saman á vef Eating Well. Hér eru þrír helstu kostirnir sem einfaldur laukur hefur.

Góður fyrir hjartað

Laukur inniheldur bólgueyðandi efni sem sporna gegn háum blóðþrýstingi. Í lauk er andoxunarefnið quersetín sem hefur verið tengt við minni hættu á hjartasjúkdómum. Rannsóknir á dýrum sýna einnig að laukur getur verið náttúrulegt blóðþynningarlyf. Þetta getur minnkað hættu á hjartaáföllum og heilablóðfalli.

Bakteríueyðir

Laukur hefur öldum saman verið notaður til að berjast við hættulegar bakteríur, svo sem E. coli og S.aureus. Fyrrnefnt quersetín er mikilvægt í þessari baráttu. Húsráð kveða oft á um að setja lauk í sokka til að berjast við flensur og kvef. Einnig er mælt með því að skera lauk í bita og skilja bitana eftir víðs vegar um heimilið því laukur dregur í sig eiturefni.

Blóðsykurinn í lag

Rannsóknir hafa sýnt fram á að neysla lauks getur hjálpað sykursjúkum að koma lagi á blóðsykurinn vegna þess að þeir innihalda brennisteinsefnasamband. Þessi efnasambönd eru tengd við minna magn af glúkósa í blóði og blóðfitu sem og að þau geti aukið virkni andoxunarensíma.

Því er um að gera að bæta lauk við í mataræðið og helst innbyrða lauk á hverum einasta degi.