Ég fann þessa uppskrift á síðunni Maebells og hreinlega varð að deila henni með Íslendingum. Við erum að tala um 5 hráefni sem umbreytast í geggjaðan rétt sem kemur öllum á óvart.

Steikarrúllur

Hráefni:

700 g nautasteik, skorin í þunnar sneiðar
¼-½ bolli marinering að eigin vali
1 rauð paprika, skorin í strimla
handfylli af strengjabaunum
1 laukur, skorinn í strimla

Aðferð:

Marinerið steikina í að minnsta kosti hálftíma fyrir eldun. Hitið ofninn í 175°C. Hitið pönnu yfir meðalhita með smá ólífuolíu. Skerið steikina í þunnar sneiðar og raðið papriku, baunum og lauk í miðjuna. Vefjið steikinni vandlega utan um grænmetið og setjið tannstöngul í gegn til að tryggja að ekkert fari á flakk. Steikið í um eina mínútu á hverri hlið á pönnu og bakið síðan í ofni í 10 til 15 mínútur.