Við Hraunbraut 26 á Kársnesinu í Kópavogi er rúmlega 190 fermetra einbýlishús sem er falt fyrir 109 milljónir króna. Fasteignamat hússins er rúmar 79 milljónir króna.

Hugguleg borðstofa.

Húsið er byggt árið 1965 og er búið einu baðherbergi og fjórum svefnherbergjum. Auk þess er óskráð 30 fermetra rými með sérinngangi í kjallara sem býður upp á ýmsa möguleika.

Stílhreint.

Það er hins vegar útsýnið úr húsinu sem stelur senunni, en það er hreint út sagt stórkostlegt. Þá er vert að minnast á að Kársnesið er eitt af eftirsóttari hverfum höfuðborgarsvæðisins, en væntanleg er brú yfir voginn til Reykjavíkur og stendur til að opna baðlónið Sky Lagoon í hverfinu.

Opið hús á Hraunbraut 26 er þann 1. nóvember næstkomandi en nánari upplýsingar um eignina má finna hér.