Morgan Carey hefur höfðað mál á hendur systur sinni, söngkonuna Mariuh Carey, fyrir meiðyrði. Frá þessu segir TMZ. Morgan heldur því fram að brot úr endurminningum söngkonunnar, The Meaning of Mariah Carey, sem kom út í fyrra, dragi upp mynd af honum sem ofbeldismanni.

Forsíða endurminninganna.

Óljóst er hve háar bætur Morgan fer fram á en meðal þess sem Mariah skrifar um hann í bókinni er eftirfarandi:

„Það þurfti tólf lögreglumenn til að slíta bróður minn og föður í sundur. Stórir líkamar karla, allir flæktir saman eins og hvirfilsbylur, féllu á stofugólfið með háum hvelli.“

Og:

„Ég var lítil stúlka með fáar minningar um stóra bróður sem verndaði mig.“

Þá er þetta brot einnig úr bókinni:

„Oftast nær fannst mér ég þurfa að vernda sjálfa mig fyrir honum og stundum þurfti ég að vernda móður mína líka fyrir honum.“

Í síðastnefnda brotinu vísar Mariah í bróður sinn.

Sjá einnig:

Fangi á eigin heimili – „Ég mátti ekki tala við neinn“

Morgan heldur því fram að Mariah lýsi honum sem ofbeldismanni í bókinni, sem hann sé ekki. Þá segir hann að atvikið með lögreglumennina hafi aldrei gerst þar sem slíkur fjöldi lögreglumanna myndi aldrei svara útkalli um heimilisofbeldi. Morgan og Mariah hafa ekki talað saman í um áratug. Mariah hefur ekki tjáð sig um málsóknina.

Stutt er síðan systir Mariuh, Alison Carey, opinberaði það að hún væri búin að höfða mál gegn systur sinni og vildi 1,25 milljónir dollara í bætur vegna skrifa Mariuh í fyrrnefndum endurminningum. Í bókinni heldur Mariah því fram að Alison hafi gefið henni Valium, reynt að selja hana í vændi og skvett á hana brennandi heitu te. Mariah hefur ekki heldur tjáð sig um þá málsókn.