Sextánda serían af The Bachelorette verður frumsýnd vestan hafs þriðjudagskvöldið 13. október. Aðdáendur raunveruleikaþáttanna hafa beðið í ofvæni eftir seríunni, en hún átti að fara í loftið þann 18. maí en var frestað sökum heimsfaraldurs COVID-19.

Nýja piparjónkan heitir Clare Crawley. Hún er er 39 ára hárgreiðslukona frá Sacramentó í Kaliforníu og er því elsta piparjónkan í sögu þáttanna. Aðdáendur The Bachelorette og The Bachelor kannast vel við Clare en hún keppti í átjándu seríu af The Bachelor.

Sjá einnig:

Innsýn í lúxussetur piparjónkunnar og vonbiðla hennar

Í fyrstu stiklu fyrir þættina er ljóst að mikið drama verður í seríunni, sem fyrr.

„Það er brjálað að það sé komið drama svona snemma í ferlinu,“ segir Clare í byrjun stiklunnar og síðan fylgir stutt en snarpt myndskeið þar sem tár falla og piparjónku sem vonbiðlum verður heitt í hamsi.

Hér fyrir neðan má horfa á stikluna: