Fjölgun á heimili Jennifer Aniston – „Hann stal hjarta mínu samstundis“
Nýjasti fjölskyldumeðlimurinn er ansi hreint krúttlegur.


Leikkonan Jennifer Aniston er mikill dýravinur og hefur lagt sig fram við að taka að sér heimilislausa hunda í gegnum tíðina. Nú hefur nýr hundur bæst í hópinn á heimili leikkonunnar – hvolpurinn Lord Chesterfield.
Aniston birtir myndband af Lord Chesterfield á Instagram þar sem hann sést steinsofandi með bein í munninum.
„Hæ! Mig langar til að kynna nýjasta fjölskyldumeðliminn. Þetta er (mjög þreyttur) Lord Chesterfield. Hann stal hjarta mínu samstundis,“ skrifar Aniston við myndbandið.
Aniston á fyrir Schnauzer-blendinginn Clyde og hvíta bolabítinn Sophie. Clyde hefur til að mynda fengið að koma með henni í vinnuna eins og sjá má hér fyrir neðan:
Clyde hefur einnig hvatt Bandaríkjamenn til að kjósa:
Aniston átti þýska fjárhundinn Dolly með fyrrverandi eiginmanni sínum Justin Theroux, en Dolly dó í júlí í fyrra.