Stundum hefur maður enga hugmynd um hvað maður vill hafa í kvöldmat og ekki bætir það úr skák ef tíminn er af skornum skammti. Hér fyrir neðan er einn fljótlegur og dásamlegur réttur sem kemur öllum í gott skap.

Rækjupasta

Hráefni:

2 msk. ólífuolía
450 g risarækjur, hreinsaðar
salt og pipar
3 msk. smjör
3 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1½ bolli kirsuberjatómatar, skornir í helminga
3 bollar spínat
½ bolli rjómi
¼ bolli parmesan ostur, rifinn
¼ bolli ferskt basil, saxað
sítrónubátar, til að bera fram með
spagettí (má sleppa)

Aðferð:

Byrjið á að sjóða spagettí samkvæmt leiðbeiningum á pakka, ef þið viljið nota spagettí. Hitið olíu í stórri pönnu yfir meðalhita. Saltið og piprið rækjurnar vel. Steikið rækjurnar í 2 mínútur á hvorri hlið. Takið af pönnunni og setjið til hliðar. Lækkið hitann og bætið smjörinu á pönnuna. Hrærið hvítlauk saman við þegar smjörið er bráðnað og steikið í um mínútu. Bætið tómötum saman við og saltið og piprið. Eldið þar til tómatar byrja að springa. Bætið þá spínati við og eldið þar til spínatið fölnar. Hrærið rjómanum, parmesan ostinum og basil saman við og náið upp suðu. Lækkið hitann og látið malla í um 3 mínútur. Setjið rækjurnar aftur á pönnuna og hrærið vel. Látið malla í um mínútu, blandið pastanum saman við og berið fram.