Um leið og ég horfði á myndband af gerð þessarar Twix köku á Tasty þá var ég dolfallin! Ég meina, hver vill ekki gúffa í sig köku sem er eins og risastórt Twix súkkulaði?!

Risastór Twix-kaka

Kaka – Hráefni:

375 g hveiti
150 g sykur
1 tsk. salt
460 g mjúkt smjör

Karamellufylling – Hráefni:

165 g ljós púðursykur
165 g ljóst maíssíróp („corn syrup“)
170 g smjör
180 ml rjómi
smá salt

Súkkulaðigarður – Hráefni:

175 g mjólkursúkkulaði, bráðið

Súkkulaðihjúpur – Hráefni:

350 g mjólkursúkkulaði
3 msk. kókosolía

Aðferð:

Hitið ofninn í 180°C og takið til brauðform sem er sirka 30×11 sentímetrar. Klæðið formið með smjörpappír. Fyrst búið þið til kökuna. Blandið saman hveiti, sykri og salti. Bætið smjörinu saman við og vinnið það inn i deigið með höndunum þar til deigið er slétt og fellt. Setjið deigið í formið og hyljið með álpappír. Bakið í 45 mínútur, takið álpappírinn af og bakið í aðrar 45 til 60 mínútur, eða þar til kakan er ljósbrún. Leyfið henni að kólna alveg.

Þá búið þið til karamellufyllingu. Blandið púðursykri, sírópi, smjöri, rjóma og salti saman í meðalstórum potti og náið upp suðu í karamellunni yfir meðalhita. Látið sjóða í 5 mínútur. Lækkið síðan hitann og leyfið karamellunni að malla í 10 mínútur til viðbótar. Takið pottinn af hellunni og hellið karamellunni yfir kólnaða kökuna. Leyfið þessu að kólna í ísskáp í um 2 tíma.

Síðan bræðið þið súkkulaði fyrir súkkulaðigarðinn. Setjið smjörpappírsörk á fat eða ofnplötu. Hellið helmingnum af súkkulaði á smjörpappírinn. Takið síðan kökuna með karamellunni úr forminu og setjið hana ofan á bráðna súkkulaðið. Hellið restinni ofan á kökuna og búið til rákir með sleif eða sleikju. Setjið kökuna aftur inn í ísskáp í um 20 mínútur. Þá búið þið til súkkulaðihjúp með því að hita olíu og súkkulaði í örbylgjuofni í 30 sekúndur í viðbót og munið að hræra alltaf á milli holla. Leyfið súkkulaðihjúpnum að kólna í um korter. Takið kökuna úr ísskápnum og látið hana standa á 2 glösum á bakkanum. Hellið hjúpnum yfir kökuna og passið að hylja hana alveg. Setjið aftur í ísskáp í um klukkustund.