Markaðsstjórinn Callie O’Grady, 23ja ára, og kærasti hennar, verkfræðingurinn Karl, 28 ára, náðu að spara rúma 3 og hálfa milljón króna á aðeins tólf mánuðum með því að taka fjármálin í gegn. Sagt er frá afreki parsins á vef breska blaðsins Metro.

Callie og Karl vildu kaupa sitt eigið heimili á þessu ári og ákváðu því í fyrra að skora á sig sjálf. Þau hétu því að safna samtals tæpum fjórum milljónum króna til að eiga fyrir innborgun á íbúð. Þau náðu takmarki sínu og gefa lesendum Metro góð ráð um hvernig þau fóru að þessu.

Enginn skyndibiti

Callie og Karl voru vön því að panta mikið af mat á veitingastöðum og borða skyndibita. Vegna COVID-19 ákváðu þau að eldad meira heima, sem sparaði þeim mikinn pening.

„Við höfum gaman að því að elda okkar eigin mat og skipulögðum máltíðir vel til að geta notað afganga í staðinn fyrir að henda þeim í ruslið,“ segir Callie.

Þau ákváðu líka að kaupa ávallt ódýrari kostinn af þeim matvælum sem þau keyptu í matvöruverslunum.

„Ég fer líka alltaf með innkaupalista í búðina og skipulegg máltíðir svo ég viti nákvæmlega hvað ég þarf að kaupa. Með þessu kaupi ég aðeins það sem ég þarf og sporna gegn matarsóun.“

Kaffihús fyrir bí

Callie elskar kaffi og fór á kaffihús þrisvar í viku. Nú sparar hún með því að búa til sitt kaffi sjálf heima. Með því sparaði hún tæpar hundrað þúsund kaffi á þessu tólf mánaða tímabili.

Heimarækt

Callie og Karl neyddust til að hætta að fara í ræktina vegna COVID-19 og byrjuðu að æfa meira heima. Þannig spöruðu þau tugþúsundir á einu ári, en Callie er sérstaklega hrifin af YouTube-rásinni Yoga við Adriene.

Fylgist vel með

Callie ákvað að setja upp skjal þar sem hún skráð allar tekjur og útgjöld heimilisins. Hægt er að gera þetta í tölvunni eða ná í sértilgert smáforrit til að sjá í hvað peningarnir fara.

Fjárfesting

Callie sparaði tæplega tvö hundruð þúsund í eldsneyti á þessu ári því hún var að vinna heima. Hún setti þann pening beint á sparnaðarreikning en ákvað líka að fjárfesta, sem landaði henni um sjötuíu þúsund krónum í viðbót í sparnað.

Sparið strax

Callie segir að með því að vita nákvæmlega hver útgjöldin eru hvern mánuð að fólk ætti að setja afganginn strax á sparnaðarreikning á útborgunardegi.

„Ég vissi að ég myndi frekar eyða þessum pening ef ég myndi ekki gera þetta.“