Leikkonan Kelly Preston lést í gær, sunnudaginn 12. júlí, eftir tveggja ára baráttu við brjóstakrabbamein. Preston var 57 ára og þekktust fyrir leik í kvikmyndunum Twins, Jerry Maguire, What a Girl Wants og For Love of the Game. Eftirlifandi eiginmaður hennar, leikarinn John Travolta, tilkynnti um andlát eiginkonu sinnar á samfélagsmiðlum.

View this post on Instagram

It is with a very heavy heart that I inform you that my beautiful wife Kelly has lost her two-year battle with breast cancer. She fought a courageous fight with the love and support of so many.  My family and I will forever be grateful to her doctors and nurses at MD Anderson Cancer Center, all the medical centers that have helped, as well as her many friends and loved ones who have been by her side. Kelly’s love and life will always be remembered. I will be taking some time to be there for my children who have lost their mother, so forgive me in advance if you don’t hear from us for a while.  But please know that I will feel your outpouring of love in the weeks and months ahead as we heal. All my love, JT

A post shared by John Travolta (@johntravolta) on

„Hún barðist hetjulega og var elskuð og studd af mörgum,“ skrifaði hann meðal annars. Preston skilur eftir sig dótturina Ellu Travolta, 20 ára og Benjamin Travolta, 9 ára með John Travolta. Sonur þeirra, Jett Travolta, lést árið 2009. Ella skrifar falleg minningarorð um móður sína á Instagram.

John Travolta og Kelly Preston.

„Ég hef aldrei hitt jafn hugrakka, sterka, fallega og ástúðlega manneskju og þig,“ skrifar hún.

„Þeir sem voru svo heppnir að hafa kynnst þér eða verið í návist þinni munu vera sammála um að þú hafðir ljóma og ljós sem skein stanslaust og gerði þá sem í kringum þig voru hamingjusama. Takk fyrir að vera til staðar, sama hvað. Takk fyrir ástina. Takk fyrir hjálpina og fyrir að gera heiminn betri,“ bætir hún við.

„Þú hefur gert lífið svo fallegt og ég veit að þú heldur því áfram að eilífu. Ég elska þig svo mikið mamma.“

Þekktir einstaklingar hafa vottað fjölskyldunni samúð sína síðan að fréttir af andláti Preston bárust.

Leikarinn Russell Crowe sendir sínar kveðjur á Twitter:

Leikarinn Josh Gad er í áfalli:

Rithöfundurinn Maria Shriver sendir ást og styrk:

Leik- og söngkonan Chloe Bennet á erfitt með að trúa þessu: