Ég er ávallt á höttunum eftir einföldum og fljótlegum uppskriftum en þessa uppskrift að ofureinföldum kjúklingarétti fann ég á bloggsíðunni Simply Sissom.

Í þessum rétti eru aðeins fjögur hráefni og hann krefst lágmarks fyrirhafnar.

Kjúklingur með pestó og tómötum

Hráefni:

3 kjúklingabringur
450 g basilpestó
2 meðalstórir tómatar, skornir í sneiðar
3-6 sneiðar mozzarella ostur

Hráefni:

Hitið ofninn í 175°C. Saltið og piprið kjúklingabringur. Hitið olíu í pönnu og lokið kjúklingabringunum í 1 til 2 mínútum. Raðið bringunum í eldfast mót og þekið þær með pestói. Raðið mozzarella osti ofan á bringurnar og síðan tómötum. Bakið í 20 til 30 mínútur, eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður. Berið strax fram með meðlæti að eigin vali.