Við höfum verið að skúra á bandvitlausan hátt – Sérfræðingur á Tik Tok leiðréttir algeng mistök
Skúrar þú frá einni hlið til annarar?


Flestir skúra gólfin reglulega, enda geta þau orðið ansi óhrein yfir vetrartímann þegar að bleyta og óhreinindi berast inn á skóm heimilisfólksins.
Það er leikur einn að skúra, þó frekar leiðinlegt sé, en nú hefur sérfræðingur á Tik Tok leiðrétt algeng mistök um skúringar.
Kacie, atvinnuræstitæknir frá Melbourne í Ástralíu, heldur úti vinsælli síðu á Tik Tok og birti nýverið myndband af því hvernig á að skúra. Myndbandið hefur vakið miklar lukku og hafa meira en tvö hundruð þúsund manns horft á það þegar að þetta er skrifað.
Í myndbandinu segir Kacie að það sé afleitt að skúra frá einni hlið til annarar. Hún mælir með því að forðast það að skúra yfir samskeyti á parketgólfi og fylgja fremur fjölunum. Segir hún að með því að skúra frá einni hlið til annarar færi maður skítinn til og frá og að hann geti oft fests í samskeytunum, sem gerir það að verkum að gólfið verður skítugara.
„En þegar þú fylgir fjölunum þá verður gólfið skínandi hreint. Þetta gildir líka um ryðfrítt stál,“ segir hún í myndbandinu sem má horfa á hér fyrir neðan:
@thebigcleanco##cleaningtips ##professionalcleaner ##goagainstthegrain ##dontgoagainstthegrain