Með nýju ári fylgja nýjar tískubylgjur – einnig í kynlífi. Í viðtali við breska blaðið Metro segir kynlífssérfræðingur Tyomi Morgan að þrjár tískubylgjur í kynlífi muni hvað helst einkenna árið 2021.

Sjálfsfróun = sjálfsást

Tyomi segir kominn tími til að gera sjálfsfróun hluta af daglega lífinu, enda mikil sjálfsást fólgin í því að kanna líkama sinn í unaðartilgangi.

„Fleira fólk velur að fjarlægja sig líkamlega frá öðrum og taka unaðinn í eigin hendur, í skugga útgöngubanna og mikillar sölu á kynlífstækjum,“ segir Tyomi. „Þegar öllu er á botninn hvolft er unaður á manns eigin ábyrgð.“

Tyomi heldur áfram.

„Sjálfsunaður með sjálfsfróun er öruggasta formið af kynlífi og skotheld leið til að fá þá fullnægingu sem maður vill, sérstaklega þegar að makinn er í hæfilegri fjarlægð. Sjálfsfróun útrýmir hökti á fullnægingu, sérstaklega fyrfir konur, í gagnkynhneigðum samböndum og tryggir að konan mun fá fullnægingu. Það þarf ekki að feika það og óánægja er úr sögunni.“

Fullnægingar hafa marga góða kosti, allt frá því að styrkja ónæmiskerfið yfir í að koma skikk á hormóna.

„Að halda því fram að sjálfsfróun sé form af sjálfsást er vægt til orða tekið. Sjálfsfróun er heilagur heilsusiður.“

Kynlífstæki úti um allt

Tyomi spáir því að við kaupum fleiri kynlífstæki en áður árið 2021. Þá munu margir sem aldrei hafa keypt sér tæki prófa það á nýja árinu.

„Kynlífstæknigeirinn mun örugglega sjá frekari hagnaðaraukningu á árinu,“ Tyomi og bætir við að þau pör sem hefur verið slitið sundur vegna faraldursins geti nýtt sér kynlífstæki í auknu magni.

Sýndarstefnumót

Við erum vön því að hittast á fundum með hjálp fjarfundabúnaðar á tímum COVID-19 en árið 2021 verður fólk einnig opnara fyrir því að stunda kynlíf með slíkum búnaði.

„Það verður forgangsröðun fyrir pör og einhleypa að krydda kynlífið og auka kynvitund í miðju þessa heimsfaraldurs,“ segir Tyomi. „Fleira fólk mun sitja stafræn námskeið í kynlífsfræðum til að auðga sig og auka spennu.“