Fólk hefur tekið upp á ýmsu í breyttum aðstæðum vegna heimsfaraldurs COVID-19. Einhverjir hafa fengið sér ný áhugamál, þá sérstaklega áhugamál sem krefjast þess ekki að yfirgefa húsið.

Handavinna er eitt slíkt áhugamál og afar meðfærilegt í þokkabót. Þeir sem vilja læra að hekla, sem krefst aðeins garns og heklunálar, ætti ekki að fallast hendur þó þeir kunni ekki neitt. Internetið er fullt af alls kyns uppskriftum og ráðum fyrir byrjendur í hekli.

Hér eru fimm myndbönd sem gætu hjálpað ykkur að læra að hekla.

Bella Coco heldur úti vinsælli heklstöð og býður upp á alls kyns sýnikennslu fyrir byrjendur. Hér fer hún til dæmis yfr hvernig á að fitja upp:

Hér gefur að líta sýningarmynd um hvernig á að hekla fastahekl, sem til dæmis er hægt að nota til að hekla tuskur og teppi:

Aftur að Bellu Coco en nú sýnir hún okkur svokallaða „granny squares“, sem á íslensku heita einfaldlega dúllur. Gaman er að hekla slatta af dúllum, jafnvel í mismunandi litum, og tengja þær svo saman í teppi:

Þá er tilvalið að hekla tuskur eða glasamottur með því að nota þessa sýnikennslu fyrir hringlóttan bút:

Þeir sem eru orðnir nokkuð ánægðir með sig geta spreytt sig á þessu einfalda munstri af annarri vinsælli heklrás, Hooked by Robin, og búið til teppi:

Góða skemmtun!