Nutella er ansi vinsælt álegg, hvort sem það er ofan á brauð, vöfflur eða pönnukökur. Svo er líka dásamlegt að nota Nutella í bakstur. Saga þessa matvælis sem fólk annað hvort elskar eða hatar er ansi merkileg, eins og sjá má hér fyrir neðan.

Allt frá árinu 1800

Nutella sækir innblástur í matvæli sem heitir gianduja og er blanda af 70 prósent hesilhnetumauki og 30 prósent súkkulaði. Það á uppruna sinn að rekja til ítölsku borgarinnar Turin og var búið til í kringum árið 1800. Ástæðan fyrir miklu magni af heslihnetum skortur á súkkulaði við Miðjarðarhafið og því var matvælið þynnt út með hnetunum, sem nóg var til af.

Sniðugur

Michele Ferrero, sonur Pietro Ferrero sem stofnaði fyrirtækið Ferrero sem framleiðir Nutella, fékk þá hugmynd árið 1951, að breyta gianduja úr föstu formi í eitthvað sem var mjúkt og auðveldlega hægt að smyrja. Hann gerði nokkrar tilraunir en fann loks lykilhráefni til að fullkomna blönduna: grænmetisolíu.

Michele Ferrero.

Ríkastur í Ítalíu

Michele varð auðugur á Nutella og tók fram úr sjálfum Silvio Berlusconi sem ríkasti maður Ítalíu árið 2008. Þegar hann lést árið 2015, 89 ára að aldri, voru auðæfi hans metin á rúmlega 26 milljarða dollara.

Ekki súkkulaðismjör

Samkvæmt ítölskum lögum má aðeins kalla Nutella heslihnetusmjör þar sem það inniheldur ekki nógu mikið súkkulaði til að geta kallast súkkulaðismjör.

Nóg af hnetum

Ferrero notar í dag 25% af heslihnetum heimsins. Í hverri krukku af Nutella eru að meðaltali fimmtíu heslihnetur.

Ekki beint hollt

Nutella er sjötíu prósent fita og sykur og í tveimur matskeiðum eru tvö hundruð hitaeiningar, ellefu grömm af fitu og 21 gramm af sykri.

Agnarsmátt Nutella.

Nutella-dagurinn

Alþjóðlegi Nutella-dagurinn er haldinn hátíðlegur 5. febrúar ár hvert. Hann hefur verið haldinn síðan árið 2007 en dagurinn var næstum því tekinn af dagskrá árið 2013 þegar að Ferrero fór fram á það. Það náðust hins vegar sáttir í málinu.

Engan kulda, takk

Þar sem að Nutella inniheldur svo mikinn sykur má geyma það við stofuhita. Ef það er geymt í ísskáp verður olían úr hnetunum mjög hörð og erfitt að smyrja því á brauð eða annað góðgæti.

Óviðeigandi mannsnafn

Hjón í Frakklandi reyndu árið 2015 að fá nafnið Nutella samþykkt fyrir nýfædda dóttur sína en samkvæmt úrskurði dómara var nafnið óviðeigandi og gæti leitt til eineltis. Dóttirin fékk því nafnið Ella.