Parið Shane og Hannah Burcaw (áður Aylward) halda úti YouTube-rásinni Squirmy and Grubs og eru þar með um sjö hundruð þúsund fylgjendur. Á rásinni leyfa þau fylgjendum að fylgjast með ástarsambandi sínu sem væri svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að þau eru það sem kallast á ensku „interabled“. Það hugtak felur í sér að annar aðilinn í sambandinu er með fötlun að einhverju tagi en hinn ekki.

Shane og Hannah hafa verið saman í fjögur ár.

Opna umræðuna

Shane er með sjúkdóminn Spinal Muscular Atrophy (SMA). SMA er alvarlegur taugahrörnunarsjúkdómur sem smám saman veldur útbreiddu kraftleysi í vöðvum samkvæmt vefsíðunni greining.is. Shane hefur verið í hjólastól síðan hann var tveggja ára sökum sjúkdómsins. Hannah er ekki með fötlun, en þeir sem fylgjast með parinu á samfélagsmiðlum sjá að turtildúfurnar lifa mjög hefðbundnu lífi. Þau rífast, hlæja mikið og styðja hvort annað í gegnum þykkt og þunnt. Þar með er markmiði þeirra náð, en með því að halda úti þessari YouTube-rás vilja þau opna umræðu um „interabled“-pör og sýna umheiminum að slík pör séu alveg eins og önnur pör.

„Er hann ríkur eða eitthvað svoleiðis?“

Shane og Hannah gengu í það heilaga þann 4. september síðastliðinn og stefna nú á barneignir. Þau giftu sig í bakgarðinum við heimili sitt í Minneapolis í Bandaríkjunum og var dagurinn fullkominn í alla staði. Þegar að hjónin birtu myndir úr brúðkaupinu á samfélagsmiðlum fengu þau hins vegar holskeflu af ömurlegum athugasemdum yfir sig.

„Er hann ríkur eða eitthvað svoleiðis?“ skrifaði einn netverji. „Þetta er einhvers konar grín,“ skrifar annar. Enn annar spurði: „Svona í alvöru, á hún annan maka til að stunda kynlíf með?“

Hannah birtir brúðkaupsmynd á Instagram þar sem hún er búin að líma inn ömurlegar athugasemdir. Hún segir það tímasóun að velta sér upp úr áliti annarra. Shane og Hannah hafa verið saman í fjögur ár og segir Hannah að hún hafi fyrst um sinn lesið allar þessar athugasemdir og tekið þær nærri sér.

View this post on Instagram

If the past two years of having a YouTube channel have taught me anything, it’s that you’re never going to be able to educate everyone. No matter what you do, some people will just never come around. Worrying about these people’s opinions is a waste of time, and as time has gone on, it’s become so much easier to genuinely have no internal reaction to comments like these. A few years ago, reading words like these was painful. For a while, I held onto the idea that once Shane and I were married, all the people doubting our relationship would realize it was real. Now, of course, I’m not that naive. Although it’s taken time, I’m able to completely dismiss people like this. Shane and I continue to make content and share our story with the hopes of showing as many people as we can that disabled people are worthy partners. Comments like these only encourage us to continue! We’re so grateful for all of the people that our story has managed to reach in a positive way.

A post shared by Hannah Burcaw (@hannahayl) on

„Ég hélt lengi vel að þegar við Shane myndum gifta sig að fólk myndi hætta að efast um sambandið okkar og fatta að þetta væri raunverulegt,“ skrifar hún á Instagram. „Nú er ég hins vegar ekki svo barnaleg.“

Hannah heldur áfram og skrifar að þau Shane fái byr undir báða vængi þegar þau sjái svona athugasemdir í dag.

„Shane og ég höldum áfram að búa til efni og deila sögunni okkar í þeirri von að sýna eins mörgum og við getum að fatlaðir einstaklingar eru verðugir makar. Athugasemdir eins og þessar hvetja okkur til dáða til að halda áfram! Ég er svo þakklát fyrir að sagan okkar hefur náð að ná til fólks á jákvæðan hátt.“

Hér fyrir neðan má sjá brúðkaupsmyndbandið sem Shane og Hannah birtu: