5 myndbönd fyrir þá sem vilja læra að bólstra húsgögn
Gamlar mublur fá nýtt líf.


Það er ofboðslega skemmtilegt að gefa gömlum húsgögnum nýtt líf og alveg sérstaklega ánægjulegt að gera það sjálfur.
Eitt af því sem spilar veigamikinn þátt í að endurnýja gömul húsgögn er bólstrun. Á netinu er að finna alls kyns myndbönd um hvernig eigi að bólstra húsgögn en hér fyrir neðan eru fimm myndbönd fyrir byrjendur, en hægt er að bólstra ýmis smærri verkefni heima í stofu. Ég mæli samt með að fara með stærri verkefni til viðurkennds bólstrara.
1. Stólar teknir í gegn
Hér má sjá myndband frá vinsælu YouTube-rásinni So Much Better With Age, sem býður upp á alls kyns skemmtileg föndurverkefni. Í þessu myndbandi er borðstofustóll tekinn í gegn og sætið bólstrað:
2. Vandasöm horn
Í þessu myndbandi er bekkur bólstraður og sérstök áhersla lögð á að sýna áhorfendum hvernig á að ganga frá hornum, sem getur verið vandasamt verk:
3. Demantabólstrun
Hér fyrir neðan er farið yfir aðferð sem á ensku heitir „diamond tufting“, sem er einstaklega smekkleg leið til að bólstra jafnt stóla sem rúmgafla:
4. Alls kyns ráð
Í myndbandi frá Better Homes and Gardens er farið yfir alls kyns hagnýt ráð þegar kemur að bólstrun:
5. Skemill
Hér er síðan skemmtilegt myndband þar sem sýnt er skref fyrir skref hvernig kollur eða skemill er búinn til, með bólstrun og öllu: