Ég elska matarvefinn Delish og get alltaf treyst á hann þegar að ég er andlaus. Ég fann þessa uppskrift að ídýfu einmitt þar og ég er að segja ykkur það – þetta er rosalega ídýfa sem ég hef smakkað!

Jalapeño bræðingsbrjálæði

Hráefni:

10 beikonsneiðar
225 g rjómaostur, mjúkur
1/3 bolli mæjónes
1/3 bolli sýrður rjómi
1 tsk hvítlaukskrydd
2 jalapeño, saxaðir
1 1/2 bolli rifinn cheddar ostur
1 1/2 bolli rifinn ostur
salt og pipar

Aðferð:

Hitið ofninn í 175°C. Steikið beikonið á pönnu yfir meðalhita þar til það er stökkt, eða í um 8 mínútur. Þerrið á pappírsþurrku og saxið. Blandið rjómaosti, mæjónes, sýrðum rjóma, hvítlaukskryddi, meirihlutanum af beikoninu, meirihlutanum af jalapeño og einum bolla af hvorum osti í skál. Saltið og piprið. Hellið blöndunni í eldfast mót og skreytið með restinni af ostinum, beikoninu og jalapeño. Bakið í 15 til 20 mínútur og berið fram með snakki eða brauði.