Áhrifavaldurinn Magnea Björg Jónsdóttir hefur fundið ástina í örmum Ágústs Sveinssonar, nemanda í fjármálahagfræði við Háskóla Íslands.

Magnea er með tæplega þrjátíu þúsund fylgjendur á Instagram og hefur vakið mikla athygli síðustu misseri á samfélagsmiðlinum. Hún var lengi vel búsett í Beverly Hills í Bandaríkjunum þar sem hún rak lúxusbílaleigu, en hún er með AA gráðu í samskiptafræði frá Santa Monica College og BA gráðu í viðskiptafræði. Nú er hún hins vegar flutt heim og komin á fast.

„Hann er æðislegur strákur,“ segir Magnea um Ágúst, en þau kynntust á nokkuð óvenjulegan hátt.

„Já, mjög óvenjulegan en skemmtilegan. Við kynntumst í spa-inu í World Class í Laugardal,“ bætir Magnea við og brosir. Það má eiginlega að segja að ástarörvarnar hafi hitt Magneu í vinnunni því hún vinnur á skrifstofunni hjá World Class um þessar mundir.

„Ég er að gera verkefni fyrir World Class sem felst í því að bæta þjónustuna í fyrirtækinu en einnig bæta samskipti starfsmanna og plana hópefli og skemmtun í vinunni fyrir alla.“

View this post on Instagram

Heima er gott 💕

A post shared by Magnea Björg Jónsdóttir🌴 (@magneabj) on

Í sumar fer Magnea síðan í áframhaldandi nám við Háskóla Íslands í viðskipti og stjórnun. Það er því nóg um að vera í lífi þessa áhrifavalds og Magnea nýtur hverrar mínútur.

„Ég er bara að njóta lífsins og skemmta mér, leika mér á snappinu og instagramminu,“ segir Magnea. Aðspurð hvort Bandaríkin heilli stendur ekki á svörunum hjá þessari kjarnakonu.

„Nei, ég er alveg flutt aftur heim.“