5 svalandi sumar kokteilar
Það er mikilvægt að kæla sig niður á heitum sumardegi.


Veðurblíðan leikur við okkur og því ákvað ég að taka saman uppskriftir að fimm svalandi kokteilum sem eru ofboðslega sumarlegir og góðir.
„Painkiller“
Hráefni:
90 ml dökkt eða gyllt romm
70 ml ananassafi
30 ml appelsínusafi
30 ml kókosrjómi
Aðferð:
Setjið öll hráefni í hristara ásamt ísmolum og hristið vel. Setjið ísmola í glös og hellið drykknum yfir. Skreytið með smá múskati.
„Piña Colada“
Hráefni:
70 ml romm
90 ml ananassafi
30 ml kókosrjómi
5-6 ísmolar
Aðferð:
Setjið öll hráefni í blandara og blandið á fullum styrk. Hellið í há glös og skreytið að vild.
„Mojito“
Hráefni:
60 ml hvítt romm
15 ml ferskur læmsafi
1 tsk sykur
3 myntulauf
sódavatn
Aðferð:
Merjið sykurinn saman við læmsafann í glasinu sem Mojito-inn á að fara í. Bætið myntulaufunum saman við og nuddið þeim einnig á hliðar glassins. Fyllið 2/3 af glasinu með ísmolum og hellið romminu í glasið. Setjið læmsneiðina sem þið voruð að kreista ofan í glasið og fyllið með sódavatni.
„Sangria“
Hráefni:
1 rauðvínsflaska
1/2 bolli koníak
1/2 bolli appelsínusafi
1/2 bolli granateplasafi
2 bollar sódavatn
1/4 bolli sykursíróp
appelsínusneiðar
eplasneiðar
brómber
granateplafræ
Aðferð:
Hrærið öll hráefni saman í stórri könnu. Setjið könnuna og ísskáp og leyfið þessu að standa þar yfir nóttu. Hellið í glös og skreytið með appelsínusneiðum.
„Strawberry daquiri“
Hráefni:
6 bollar ísmolar
1/2 bolli sykur
115 g frosin jarðarber
1/8 bolli læmsafi
1/2 bolli sítrónusafi
3/4 bolli romm
1/4 bolli sódavatn með sítrónu- eða læmbragði
Aðferð:
Setjið ísmola, sykur og jarðarber í blandara og blandið vel. Setjið restina af hráefnunum í blandarann og blandið öllu vel saman þar til blandan er silkimjúk. Hellið í glös og berið strax fram.
You must be logged in to post a comment.