Ævintýralegt einbýlishús í Mosfellsbæ
Leiktæki, pottur og stuð.


Við Súluhöfða í Mosfellsbæ er komið á sölu tæplega 220 fermetra einbýlishús. Húsið er byggt árið 2000 og er ásett verð 107,8 milljónir króna.

Húsið er búið fjórum svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum en eigninni fylgir einnig tvöfaldur bílskúr.

Í húsinu er falleg og björt sólstofa sem er ansi rúmgóð og býður upp á ýmsa möguleika. Sólstofunni var bætt við eignina árið 2008.

Það er hins vegar útisvæðið sem stelur senunni. Bílaplanið er hellulagt og garðurinn stór, búinn heitum potti, tjörn, leiktækjum og niðurgröfnu trampólíni.

Útisvæðið býður því upp á ýmis ævintýri og stuð, en nánari upplýsingar um eignina má finna hér.

You must be logged in to post a comment.