Í Langholti í Reykjanesbæ er komið á sölu 180 fermetra einbýlishús á rúmar 63 milljónir.

Um er að ræða fallegt hús sem teiknað var af Kjartani Sveinssyni og byggt árið 1966. Húsið er búið fimm svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum og því fylgir rúmlega 30 fermetra bílskúr.

Eins og sést á myndunum eru allar innréttingar í anda fortíðarstrauma í innanhússhönnun. Grænt teppi á gólfi í flestum herbergjum, panell á veggjum og massívir, sérsmíðaðir eikarskápar í svefnherbergjunum.

Húsinu fylgja tveir sólpallar og heitur pottur. Auk þess er hiti undir hellulögn í bílaplani.

Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.