Áhrifavaldur látinn aðeins 17 ára að aldri
„Hann var góð manneskja. Hann átti ekki skilið að deyja.“


Áhrifavaldurinn Ethan Peters, sem var betur þekktur á Instagram sem Ethan is Supreme, lést síðastliðinn sunnudag, aðeins sautján ára að aldri. Talið er að ofneysla lyfja hafi dregið hann til dauða.
Faðir hans, Gerald Peters, staðfestir fréttir af andláti sonar síns í samtali við Fox News. Hann fann son sinn látinn í svefnherbergi sínu um ellefu um kvöld.
„Sniðgöngupólitíkin [e. cancel culture] sem tíðkast nú til dags lá þungt á honum,“ segir Gerald við Fox News og bætir við að síðasta spjall þeirra feðga hafi farið fram á laugardagskvöld.
„Hann vildi bara veita fólki innblástur, láta það hlæja og ýta við þeim takmörkunum sem segja hvað má og hvað má ekki í okkar heimi. Hann var ljúf sál sem tók öllum eins og þeir eru.“
„Ég get ekki andað“
Ethan var mjög vinsæll á Instagram og með rúmlega hálfa milljón fylgjendur. Hans sérgrein var förðun, fegurð og allt sem því tengist en hans er sárt saknað í samfélagi áhrifavalda vestan hafs. Annar áhrifavaldur, Ava Louise, hefur minnst vinar síns á samfélagsmiðlinum.
„Hann var eina manneskjan sem ég gat talað við svo mánuðum skipti. Ég var alein og í vanda og Ethan veitti mér innblástur á nýjan leik,“ skrifar Ava og heldur áfram.
„Ég get ekki andað. Ég hef aldrei fundið fyrir slíkum sársauka. Ég hef misst vini en aldrei besta vin. Ethan var með mér þegar ég var sem lengst niðri og fagnaði með mér þegar að gekk vel. Hann var svo mikið meira en það sem þið sáuð á netinu.“
Ava skrifar einnig færslu á Twitter þar sem hún fer yfir baráttu vinar síns við fíkniefnadjöfulinn.
„Ég þurfti að taka Ethan afsíðis síðustu vikurnar og tala við hann um neysluna. Allir í kringum hann voru hræddir. Ég vildi að ég hefði reynt meira og ég vildi að ég hefði bara öskrað á hann.“
Addiction is a disease. I had to pull Ethan aside in recent weeks and have talks with him about his usage. Everyone close to him was scared. I just wish I fucking tried harder I fucking wish I yelled at him more I wish I didn’t enable a single pill he popped.
— Ava Louise (ig @avalouiise) (@realavalouiise) September 6, 2020
Í annarri færslu skrifar hún:
„Ethan var vel liðinn og virtur innan fegurðarbransans. Fyrir um ári síðan leitaði hann í fíkniefni vegna pressunnar að verða frægur svona ungur. Hann var búinn að vera erfiður undanfarið vegna geðrofs út af neyslu. Hann var góð manneskja. Hann átti ekki skilið að deyja.“
Ethan was well liked and well respected in the beauty industry. About a year ago he turned to drugs due to the pressure of being famous online at such a young age. He became problematic recently due to drug induced mania. He’s a good fucking person. He didn’t deserve to die.
— Ava Louise (ig @avalouiise) (@realavalouiise) September 6, 2020
Meðal annarra áhrifavalda sem hafa minnst Ethan eru Manny Mua, Grace Anne Auten, Jeffree Star, Tana Mongeau og Cole Carrigan.
Netverjar hafa hins vegar verið óvægnir þegar kemur að fréttum um andlátið. Beinlínis gert grín að því. Ava hefur tekið upp hanskann fyrir Ethan á Twitter og reynt að leiðrétta rangfærslur um andlátið, sem og aðrir aðdáendur Ethans. Hér fyrir neðan má sjá nokkur tíst Ethan til varnar:
If I hear Ethan slander I’ll drag you out of your house and beat your ass on the street
— The Brat 🔪 (@the__brat) September 6, 2020
I can't believe people are actually celebrating & laughing at 17 year old Ethan is supreme's death. I understand his behavior was problematic at best. Your words are not hurting him now. You're hurting his friends & family that loved him.
— Poppi ✌🏼 (@_Poppi__) September 6, 2020
some of you people make me sick. Ethan was a child, someone’s son, someone’s best friend, someone’s cousin and to make memes of him passing away is absolutely abhorrent. what the fuck is wrong with you?
— Dustin Dailey (@ThreeDailey) September 6, 2020