Leikskáldið Kendra A. Thomas dýfði sér rækilega í djúpu laugina í sumar. Hún keypti sér húsbíl að gerðinni Chevy Seven Seas Cobra, en bíllinn var svo sannarlega kominn til ára sinna, enda 1995 módel.

Kendra og Janeway.

Kendra vissi nákvæmlega hvað hún vildi gera við bílinn – hún vildi umbreyta honum í íbúð þar sem hún gæti búið allan ársins hring með kisunum sínum tveimur, sem hún hafði nýlega tekið í fóstur þegar hún festi kaup á bílnum.

Janeway var ekki upp á marga fiska.

Hún hafði í raun leitað að svipuðum bíl svo mánuðum skipti og má segja að það hafi verið ást við fyrstu sýn þegar hún sá Chevy-inn auglýstan.

Mikið verkefni.

Kendra skírði húsbílinn Janeway, í höfuðið á aðal kvenkyns kafteininum í Star Trek, en frá fyrsta degi var ljóst að Janeway þyrfti á mikilli ást, hlýju, nöglum og málningu að halda ef hún ætti að geta orðið huggulegur íverustaður.

Framhliðar málaðar.
Borðfletir líka.

Það má með sanni segja að Kendru hafi tekist ætlunarverk sitt en hún hefur nú umbreytt Janeway í afar smekklega íbúð fyrir sig og kisurnar tvær. Kendra ákvað strax að reyna að skera öll útgjöld við nögl og málaði til að mynda alla borðfleti og framhliðar á innréttingum til að spara pening. Mikil vinna en mun ódýrara en að kaupa allt nýtt.

Svefn „herbergið“.
Ágætis salernisaðstaða.

Útkoman er æðisleg, eins og sést á meðfylgjandi myndum en hægt er að fylgjast með Kendru og sjá fleiri myndir af Janeway á Instagram.

Hlýlegt og fallegt.