Breyttu eldgamalli rútu í æðislega íbúð
Umbreytingin tók eitt og hálft ár.


Parið Robbie og Priscilla halda úti síðum á Facebook og Instagram undir nafninu Going Boundless. Á síðunum leyfa þau þeim sem vilja fylgjast með ferðum sínum í eldgömlum skólabíl sem þau breyttu í íbúð.

Skólarútan er árgerð 1998 en Robbie og Priscilla ákváðu að festa kaup á rútunni fyrir nokkrum misserum svo þau gætu rifið sig upp úr hversdeginum og gert það sem þeim finnst skemmtilegast – að ferðast.


Það tók eitt og hálft ár að umbreyta rútunni sem nú virkar vel sem agnarsmátt heimili (e. tiny home) sem hefur verið mikið í tísku undanfarið. Gólfflöturinn er aðeins tæplega tuttugu fermetrar og er hver krókur og kimi vel skipulagður.


Parið lagði í ferðalag í mars á síðasta ári og voru á ferðalagi í næstum tíu mánuði um Bandaríkin og Kanada. Þau heimsóttu 137 borgir á þessum tíu mánuðum en Robbie og Priscilla geta vel unnið hvar sem er, svo lengi sem þau eru með nettengingu.

Þau hafa aðeins farið í eina ferð það sem af er ári og það var til Brasilíu. Hinum ferðaplönum þurftu þau að aflýsa vegna heimsfaraldurs COVID-19.



You must be logged in to post a comment.