Umsjón er nýtt, íslenskt kerfi sem snýst fyrst og fremst um tímasparnað, en einnig skipulag, þægindi og hagkvæmni. Með Umsjón geta verktakar haldið utan um starfsemina frá A til Ö, allt frá skoðun á verki til tilboðs- og reikningagerðar. Fullkomin yfirsýn yfir öll verk frá upphafi til enda er það sem verktökum hefur vantað. Umsjón leysir það vandamál og gjörbyltir starfi verktaka.

Snævar Már Jónsson.

Hugmyndin að Umsjón kviknaði hjá íslenska verktakanum Snævari Má Jónssyni sem vildi gera reksturinn hagkvæmari og fækka þeim ólaunuðu vinnustundum sem hann vann í hverjum mánuði. Ófá kvöldin og næturnar fóru í að ná í skottið á sér þegar kom að tilboðsgerð, raða upp dagskrá frá viku til viku og passa upp á að öll samskipti á milli hans og viðskiptavina væru í lagi.

Ekki bætti úr skák að allar upplýsingar tengdar vinnunni voru á mörgum mismunandi stöðum; sumt í borðtölvunni, annað í símanum og margt einfaldlega í kollinum á Snævari sjálfum. Þegar að vinnan var farin að koma niður á frítímanum ákvað hann að taka til sinna ráða. Það var kveikjan að Umsjón.

Meiri tími, minna vesen, fullkomin yfirsýn

„Tilboðsgerð, verk skoðanir, skipulag og reikningagerð eru allt verkþættir sem verktakar fá yfirleitt ekki borgað fyrir. Þessir þættir taka hins vegar mikinn tíma, margar klukkustundir á viku, sem yfirleitt eru unnar að loknum vinnudegi þegar að einkalífið og tími með fjölskyldunni á að vera í forgrunni,“ segir Snævar og bætir við að Umsjón stytti þessar ólaunuðu vinnustundir um meiri en helming.

„Það þýðir að verktakar hafa meiri frítíma utan vinnu, sem skilar sér í hagræðingu í rekstri og betri andlegri og líkamlegri líðan í vinnunni.“

Skjáskot úr kerfinu.

Einstakt kerfi á heimsvísu

Með Umsjón getur verktakinn sinnt sinni vinnu, haft fullkomna yfirsýn yfir allt sem er í vændum og betur ráðstafað sínum tíma. Og þegar hann kemur heim getur hann skilið vinnuna eftir í Umsjón í góðum höndum.

„Vert er að minnast á að ég hef ekki fundið neitt kerfi sem getur gert allt sem Umsjón gerir á markaðinum, hvorki hér heima né erlendis,“ segir Snævar og heldur áfram.

„Umsjón er hannað og þróað með þetta markmið að leiðarljósi og höfum við nú loksins tækifæri á að leyfa verktökum að nýta Umsjón og um leið ávinning þess að hafa meiri tíma til umráða. Þó Umsjón sé vissulega miðað að verktökum í byggingariðnaði getur kerfið virkað fullkomlega fyrir alla sjálfstætt starfandi aðila sem þurfa fullkomna yfirsýn og kerfi sem heldur utan um tilboðsgerð og samskipti við viðskiptavini,“ segir Snævar, en hægt er að kynna sér Umsjón á vefnum www.umsjon.app.

Umsjón – Bylting fyrir verktaka.