Draumahúsið í hjarta Reykjavíkur
Eitt elsta íbúðarhús miðbæjarins komið á sölu.

Eign fasteignasala og Andres Pétur Rúnarsson, löggiltur fasteignasali, kynna rúmlega 150 fermetra hæð og ris í einu elsta íbúðarhúsi Reykjavíkur að Skólastræti 5. Eignin gæti líka sómað sér vel sem skrifstofuhúsnæði.
Gengið er inn í eignina um sérinngang á jarðhæð og upp ágætan stiga, pallur með fatahengi. Eignin skiptist í stofu meðfram allri framhliðinni á eigninni, tvö til þrjú herbergi, salerni og opið eldhús. Útgengt er á fallegar svalir á gafli hússins. Fallegar lakkaðar gólffjalir á gólfinu, sem hallar á köflum.
Efri hæð (rishæð) er með baðherbergi með baðkari og vaski. Salur og lítið herbergi innaf. Lakkaðar gólffjalir á gólfi.
Á lóð fylgir sameiginlegur skúr með jarhæð hússins með stæði fyrir framan.
Húsnæðið hefur verið endurnýjað töluvert að utan og er ákaflega snyrtilegt og smekklegt.
Eignin er sýnd í samráði við fasteignasala, vinsamlegast bókið skoðun í síma 772-0202.
You must be logged in to post a comment.