Leikarinn Jason Alexander er hvað þekktastur fyrir að túlka hinn dásamlega George Costanza í sjónvarpsþáttunum Seinfeld. Ein af þekktustu myndum hans er hins vegar Pretty Woman frá árinu 1990 þar sem hann lék ömurlega lögfræðinginn Philip Stuckey. Alexander segir í hlaðvarpinu At Home With The Creative Coalition að það hlutverk hafi dregið dilk á eftir sér.

„Það var skringileg leið til að vera kynntur fyrir þjóðinni því ég var þekktur um heim allan sem fávitinn sem reyndi að nauðga Juliu Roberts,“ segir Alexander. Kvenþjóðin var ekki parhrifin af leikaranum eftir að myndin var frumsýnd.

„Konur hötuðu mig. Ég gekk niður götuna og konur hreyttu svívirðingum í mig. Ég var oft kýldur og konur hræktu á mig. Þetta var erfitt ár.“

Leikarinn talaði mikið um þessa goðsagnakenndu mynd þar sem Julia Roberts lék vændiskonuna Vivian sem fellur hugi með viðskiptamógúlnum Edward Lewis, sem leikinn var af Richard Gere. Alexander segir að myndin hafi upprunalega átt að vera mun drungalegri.

Jason Alexander.

„Handritið að Pretty Woman var frekar drungalegt. Það var meira dramatísk gamanmynd en rómantísk gamanmynd. Leikstjórinn [Gary Marshall] var með mikið af myndinni í höfðinu og hvatti fólk til að búa til stundir sem voru ekki í handritinu og framkalla tilfinningar sem handritið kvað ekki um,“ segir Alexander. Hann segir að það hafi verið erfitt fyrir sig að hefja tökur á myndinni því leikstjórinn hafi upprunalega ekki viljað hann í hlutverkið.

„Ég fór í áheyrnarprufu hjá honum. Hann var ljúfur og sagði: Þú ert oft ungur. Þú ert með barnsandlit. Þú ert of lágvaxinn.“

Sem betur fer var Dianne Crittenden, sem stjórnaði leikaravali, æst í að fá Alexander í hlutverkið.

„Hún minntist á mig í tíma og ótíma og loks sagði Garry: Ef þú segir þetta nafn aftur þá mun ég reka þig. Ég fékk hlutverkið því þau náðu ekki samningi við leikarann sem þau vildu og þau urðu örvæntingarfull. Tökur voru hafnar og þau voru ekki búin að fylla þetta hlutverk.“

Hlusta má á hlaðvarpið í heild sinni hér: